Jólamarkaður VISS

Sigurður Jónsson

Jólamarkaður VISS

Kaupa Í körfu

Selfoss | Hinn árlegi jólamarkaður VISS á Selfossi verður opnaður á mánudag, 6. desember kl 13, í glæsilegri viðbyggingu Vinnustofunnar að Gagnheiði 39. Á markaðnum eru í boði fallegir listmunir sem unnir eru af þeim 29 einstaklingum sem starfa í Vinnustofunni. Við opnunina mun kór Fjölmenntar syngja nokkur lög undir stjórn Gylfa Kristinssonar. MYNDATEXTI: Undirbúa markaðinn Guðmundur Karl, Haraldur, Hörður og Lárus, starfsmenn á Vinnustofunni, með nokkra muni sem verða á jólamarkaðnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar