Trommuskóli Gunnars Waage

Sverrir Vilhelmsson

Trommuskóli Gunnars Waage

Kaupa Í körfu

Nýlega var stofnaður Trommuskóli Gunnars Waage en þar verður eftir áramót í fyrsta sinn hér á landi boðið upp á trommusettskennslu á háskólastigi. Ég held að óhætt sé að fullyrða að með þessum skóla er brotið blað í sögu trommusettsins á Íslandi," segir Gunnar Waage, sem ásamt Lísu B. Ingólfsdóttur hefur stofnað Trommuskóla Gunnars Waage, en skólinn mun nú eftir áramótin opna trommusettsdeild á háskólastigi. Í þessu skyni hafa þau Lísa og Gunnar látið hljóðeinangra bílskúrinn hjá heimili sínu við Borgarholtsbraut í Kópavogi og þar er nú þegar hafin kennsla í undirbúningsdeild MYNDATEXTI:Davíð Antonsson, nemandi í undirbúningsdeild, lemur húðirnar og dregur ekki af sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar