Tryggvi Gunnarsson

Kristján Kristjánsson

Tryggvi Gunnarsson

Kaupa Í körfu

ÞETTA er allt saman mömmu að þakka, hún dró mig á Evrópuleik á Laugardalsvellinum þegar ég var tæplega sex ára gamall, þar sem Keflavík lék gegn Everton. Frá þeim tíma hefur Everton verið mitt lið, í gegnum súrt og sætt," sagði Tryggvi Gunnarsson, fyrrum markaskorari með ÍR, KA og Val og formaður Evertonklúbbsins á Íslandi frá stofnun hans árið 1995. Hann skoraði 159 mörk fyrir lið sín á Íslandsmóti, sem var um árabil markamet í deildakeppninni hér á landi en var slegið í fyrrasumar. MYNDATEXTI: Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi leikmaður með ÍR og KA, og sonur hans Björn Torfi í fullum Evertonskrúða. Strákurinn, sem er þriggja ára gamall, var skráður í Evertonklúbbinn aðeins tveggja daga gamall.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar