Svala Björgvins

Svala Björgvins

Kaupa Í körfu

John Galliano aðalhönnuður Dior setti upp listræna sýningu þegar hann kynnti vetrarlínu fyrirtækisins sem minnti helst á litfagra draumaveröld. Öll umgjörð sýningarinnar var áhrifamikil og ýkt, þar sem m.a. fatnaðurinn minnti á tískuna frá því á sjötta áratug síðustu aldar þegar axlirnar voru breiðar, skórnir rokkaðir og pilsin víð. Þriðji áratugurinn blandaði sér einnig í sýninguna eins og sjá mátti á áberandi loðfeldum, lágri mittislínu og lafandi perlunum. MYNDATEXTI: Svala Björgvinsdóttir var förðuð með Dior Show-vörunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar