Konráðshús Ingólfsstræti 1

Konráðshús Ingólfsstræti 1

Kaupa Í körfu

Það er óvenjumikið af estrógeni í Ingólfsstræti 1a í Reykjavík. Í þessu húsi, sem nýlega fékk nafnið Konráðshús, starfa 12 ungar konur, sem nær allar eru í sjálfstæðum rekstri. Starfsemin spannar frá viðmótsprófunum að grafískri hönnun, myndskreytingum og framleiðslu og skipulagningu atburða af ýmsu tagi. Nafngiftir þessara kvennafyrirtækja eru fjölbreyttar eftir því: Hunang, Myndlýsing, Sjá, Forstofan, Forever Entertainment og Hzeta auk nafna kvennanna sjálfra sem margar hverjar starfa fyrst og fremst undir eigin heiti. MYNDATEXTI: 12:47 U.þ.b. einu sinni í mánuði koma stelpurnar allar saman og borða hádegisverð á einhverjum stað í grennd við Konráðshús. Í þetta skiptið koma þær sér fyrir á Sólon þar sem pastaréttir, kjúklingar í gráðosti og chili-rækjur hverfa ofan í maga þeirra. Reyndar segjast sumar kvennanna sjaldan hafa tíma til að fara út úr húsi því oft sé svo mikið að gera hjá þeim. Aðrar segja nauðsynlegt að komast út af skrifstofunni í allavega hálftíma og segjast þá yfirleitt skjóta sér yfir á Sólon.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar