Konráðshús Ingólfsstræti 1

Konráðshús Ingólfsstræti 1

Kaupa Í körfu

Það er óvenjumikið af estrógeni í Ingólfsstræti 1a í Reykjavík. Í þessu húsi, sem nýlega fékk nafnið Konráðshús, starfa 12 ungar konur, sem nær allar eru í sjálfstæðum rekstri. Starfsemin spannar frá viðmótsprófunum að grafískri hönnun, myndskreytingum og framleiðslu og skipulagningu atburða af ýmsu tagi. Nafngiftir þessara kvennafyrirtækja eru fjölbreyttar eftir því: Hunang, Myndlýsing, Sjá, Forstofan, Forever Entertainment og Hzeta auk nafna kvennanna sjálfra sem margar hverjar starfa fyrst og fremst undir eigin heiti. MYNDATEXTI: Konurnar í Konráðshúsi: f.v. Dóra, Jóhanna, Sirrý, Áslaug, Kristín Bestla, Hildur, Sigrún Sigvalda, Halla Sólveig, Kristín Ragna og Þrúður. Á myndina vantar Sigrúnu Þorsteinsdóttur sem rauk til útlanda áður en dagurinn var úti og Margréti Rós Gunnarsdóttur, sem sömuleiðis var stödd erlendis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar