Konráðshús Ingólfsstræti 1

Konráðshús Ingólfsstræti 1

Kaupa Í körfu

Það er óvenjumikið af estrógeni í Ingólfsstræti 1a í Reykjavík. Í þessu húsi, sem nýlega fékk nafnið Konráðshús, starfa 12 ungar konur, sem nær allar eru í sjálfstæðum rekstri. Starfsemin spannar frá viðmótsprófunum að grafískri hönnun, myndskreytingum og framleiðslu og skipulagningu atburða af ýmsu tagi. Nafngiftir þessara kvennafyrirtækja eru fjölbreyttar eftir því: Hunang, Myndlýsing, Sjá, Forstofan, Forever Entertainment og Hzeta auk nafna kvennanna sjálfra sem margar hverjar starfa fyrst og fremst undir eigin heiti. MYNDATEXTI: 8:35 Nokkrar stelpnanna hittast í morgunkaffi á Gráa kettinum áður en lagt er út í vinnudaginn. Það er heimskautskaldur morgunn í höfuðborginni og bílar kvennanna því misviljugir að fara í gang. Meðan þær Bestla, Sigrún, Jóhanna og Hildur orna sér á hlýjum veigum ræða þær um stífar gírstangir, frosnar bílstjórahurðir og prumpandi púströr. Spurning dagsins kemur því ekki á óvart: "Skyldi borga sig að kaupa nýjan bíl eða taka hann á rekstrarleigu ...?"

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar