Langalína 7

Jim Smart

Langalína 7

Kaupa Í körfu

Við Löngulínu 7 eru nú hafnar framkvæmdir við fjölbýlishús, sem verður fimm hæðir og með 19 íbúðum og lyftu. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúðirnar, sem eru til sölu hjá Eignamiðlun og Borgum. Góð eftirspurn hefur verið eftir íbúðum í hinu nýja hverfi, Sjálandi, í Garðabæ. Það þarf ekki að koma á óvart, en hverfið hefur marga kosti. Eitt aðaleinkenni þess er nálægðin við sjóinn og gott útsýni yfir Arnarnesvog allt til Snæfellsjökuls og Esjunnar. Aðkoman norðan megin er blátt áfram hrífandi og óhætt að fullyrða að óvíða er sjávarútsýni jafn heillandi. MYNDATEXTI: Fjölbýlishúsið Langalína 7 er nú í uppsteypu. Gert er ráð fyrir, að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í júlí-ágúst á næsta ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar