Afhending gjafar - Barnaspítali Hringsins

Sverrir Vilhelmsson

Afhending gjafar - Barnaspítali Hringsins

Kaupa Í körfu

Skóverslun Steinars Waage stóð fyrir nokkru fyrir söluátaki í verslunum sínum. Í söluátakinu voru 100 kr. lagðar til hliðar af hverju barnaskópari á ákveðnu tímabili. Upphæð þessi rann óskipt til Barnaspítala Hringsins. Nýverið afhenti Ingibjörg Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri Steinars Waage verslana, Barnaspítala Hringsins 600 þúsund krónur af þessu tilefni. Af sama tilefni færði Kristín Rós Hákonardóttir Barnaspítalanum að gjöf barnaleikföng, sem hún hafði hannað. MYNDATEXTI: Frá afhendingu gjafarinnar. Kristín Rós Hákonardóttir sundkona, Ingibjörg Kristófersdóttir frá Steinari Waage, Ásgeir Haraldsson læknir, Anna Ólafía Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Áslaug Jóhannsdóttir, Gróa Gunnarsdóttir og Sigurbjörg Guttormsdóttir, leikskólakennarar á Barnaspítala Hringsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar