Föndur hjá JSB, Jazzballettskóla Báru

Morgunblaðið/ÞÖK

Föndur hjá JSB, Jazzballettskóla Báru

Kaupa Í körfu

Harpa María Gunnlaugsdóttir hefur smíðað skart úr silfri í mörg ár en er nýfarin að búa til kertastjaka úr vír. Úr víraflækju býr hún til nokkurskonar hreiður fyrir sprittkerti og svo skreytir hún víra sem standa útúr hreiðrinu með perlum eða steinum. Harpa selur muni sína í Listaselinu á Skólavörðustíg en það reka sex konur sem vinna með ólík efni. Harpa hannar allt sjálf sem hún smíðar eða vinnur og fyrir jólin saumar hún töskur og býr til jólakort.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar