Óbyggðanefnd

Jónas Erlendsson

Óbyggðanefnd

Kaupa Í körfu

Óbyggðanefnd úrskurðar í níu málum í Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu ÓBYGGÐANEFND hafnaði kröfulínu ríkisins að stórum hluta í gær þegar úrskurðað var um mörk þjóðlendna og eignarlands á níu svæðum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Einkum eru það kröfulínur í Fljótshverfi, um Síðu og undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli sem er hafnað. Hins vegar eru landeigendur á vissum svæðum ósáttir við úrskurðina, m.a. vegna Rangárvalla og Þórsmerkur, og íhuga þeir ásamt lögmönnum hvort höfðað verði dómsmál til að fá úrskurðunum hnekkt. Hafa þeir sex mánaða frest til þess. MYNDATEXTI: Óbyggðanefnd kvað upp úrskurði sína í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík en með aðstoð fjarfundarbúnaðar gátu áhugasamir fylgst með athöfninni í Grunnskóla Mýrdalshrepps í gær. Mæting var ágæt og ríkti almenn ánægja meðal viðstaddra með úrskurðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar