Söngskóli Maríu og Siggu

Þorkell Þorkelsson

Söngskóli Maríu og Siggu

Kaupa Í körfu

Verkefnið Blátt áfram er forvarnarverkefni Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Systurnar Svava og Sigríður Björnsdætur standa á bak við verkefnið, en báðar urðu þær fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku. Að sögn Svövu þótti þeim systrum ekki vera nóg að gert í forvarnarmálum hér á Íslandi, og að auki þótti þeim umræðan hérlendis vera yfirhöfuð mjög lítil. Þær tóku það þá að sér að reyna að vekja athygli á málefninu þegar rétta tækifærið gafst. .. Svava segir tónlistarmennina Grétar Örvarsson, Sigríði Beinteinsdóttur og Maríu Björk Sverrisdóttur hafa komið með þá hugmynd að gefa út geisladisk, sem krakkar úr Söngskólanum syngja á, til styrktar málefnum Blátt áfram, diskurinn ber heitið Jólastjörnur og fæst um land allt. MYNDATEXTI: Sigríður Beinteinsdóttir, Svava og Sigríður Björnsdætur, María Björk Sverrisdóttir og Grétar Örvarsson standa að útgáfu disksins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar