Æft fyrir aðventutónleika

Æft fyrir aðventutónleika

Kaupa Í körfu

Listasafn Einars Jónssonar | Hinir árvissu tónleikar á jólaföstu í Listasafni Einars Jónssonar verða haldnir í dag kl. 16. Að þessu sinni munu þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Richard Talkowsky sellóleikari flytja tvíleiksverk fyrir hljóðfæri sín. Á efnisskránni eru verk eftir Nardini, Boccherini, Villa-Lobos og Jón Nordal. Laufey og Richard voru við æfingar þegar ljósmyndara bar að garði listasafnsins, sem er einmitt kjörinn til að spássera og njóta þeirrar sígildu fagurfræði sem einkennir höggmyndir Einars Jónssonar. Listasafnið er einnig afar sérstakur staður sem gaman er að heimsækja og bera vott mikilli snilligáfu Einars, sem hannaði húsið sjálfur og bjó á efstu hæð þess ásamt konu sinni í fullkomlega samhverfri íbúð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar