Barnajól

Svanhildur Eiríksdóttir

Barnajól

Kaupa Í körfu

Fimm ára börnum úr leikskólum Reykjanesbæjar hefur að undanförnu verið boðið á jólastund í Duushúsum í Keflavík. Starfsfólk bókasafns Reykjanesbæjar, byggðasafns og menningarfulltrúi bæjarins hafa tekið þar á móti krökkunum. Þeim er sýnt gamaldags jólatré sem smíðað er úr tré, sagt frá íslensku jólasveinunum, lesin jólasaga og sungin jólalög. Börnin virðast njóta jólastundarinnar. Myndin var tekin þegar Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins, ræddi við börnin af leikskólanum Gimli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar