Menntaskólinn á Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdóttir

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

Nú eru nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem og annars staðar í menntaskólum, komnir í langþráð jólafrí. Ætla má að nemendur hafi lagt hart að sér þessa síðustu daga fyrir frí, þrátt fyrir að jólastemning og annir tengdar undirbúningi hátíðanna kunni eitthvað að hafa komið niður á einbeitingunni. Síðustu prófum lauk í fyrradag og sjúkraprófum í gær. En nú er sem sagt frí til 5. janúar og próflúnir menntskælingar farnir um víðan völl að undirbúa hátíðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar