Kambódía

Þorkell Þorkelsson

Kambódía

Kaupa Í körfu

"Ef ég ætti sand af seðlum myndi ég kaupa mér köku," segir Pen Srey Pech sem ætlar sér að verða rík. "Ég hef ekki tíma til að vera í skóla," segir drengur sem safnar rusli á haugunum í Phnom Penh í Kambódíu. Þorkell Þorkelsson myndaði daglegt líf í Phnom Penh og nágrannaborgum og -bæjum, og Gunnar Hersveinn varpar ljósi á brot úr sögu og aðstæðum þjóðar og einstaklinga í Kambódíu. MYNDATEXTI:Lífsbaráttan er hörð og tæknin frumstæð. Fiskimenn í sjávarþorpinu Keb halda til sjávar, en vertíðin er ekki gjöful. Bun Seab fisksali kaupir af þeim fiskinn og selur hann í næstu héruð. Hún selur einnig risakrabba á veitingahús í Phnom Penh, segir að æ erfiðara sé að fá risakrabba, því fiskimenn færi henni aðallega smáan krabba. Önnur kona sagði að það væri ævinlega kallað á hana til að matreiða risakrabbann þegar hann veiddist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar