Lárus Orri Sigurðsson

Kristján Kristjánsson

Lárus Orri Sigurðsson

Kaupa Í körfu

Sex nýir leikmenn skrifuðu í gær undir samning við knattspyrnudeild Þórs á Akureyri. Þrír þeirra hafa leikið áður með félaginu, Lárus Orri Sigurðsson, Pétur Heiðar Kristjánsson og Sævar Eysteinsson markvörður en hinir þrír eru Baldur Sigurðsson, sem kemur frá Völsungi, Eggert Jónsson sem kemur frá Fjarðarbyggð og Jóhann Traustason, sem kemur frá Leiftri/Dalvík, líkt og Pétur Heiðar og Sævar. Lárus Orri er hins vegar kominn heim eftir 10 ára atvinnumennsku á Englandi, fyrst með Stoke og nú síðast með West Bromwich Albion, WBA. Þórsarar, sem leika í 1. deild á næsta keppnistímabili, ætla sér stóra hluti og markmið þeirra er alveg skýrt, sæti í úrvalsdeild næsta haust. MYNDATEXTI: Lárus Orri Sigurðsson með sonum sínum Aroni og Sigurði, sem einnig eru komnir í Þórsbúning.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar