ÍBA-afmæli - Hermann og Þröstur

Kristján Kristjánsson

ÍBA-afmæli - Hermann og Þröstur

Kaupa Í körfu

Afmæli Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, átti 60 ára afmæli í vikunni, 20. desember og hefur þess verið minnst með ýmsum hætti nú í desember. Nú stendur yfir á Amtsbókasafninu á Akureyri sýning þar sem starfsemi aðildarfélaganna er kynnt, en þau eru 17 talsins með tæplega 6.000 iðkendur á sínum snærum, þar af um 3.300 börn og ungmenni. Tvö félög, Svifflugfélag Akureyrar og Ungmennafélagið Narfi í Hrísey, hafa sótt um aðild að ÍBA þannig að gera má ráð fyrir að innan þess verði 19 félög áður en langt um líður...Á myndinni eru þeir Hermann Sigtryggsson og Þröstur Guðjónsson að skoða sýninguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar