Fjölskylduhjálpin - Ólafur Jóhann Ólafsson

Ragnar Axelsson

Fjölskylduhjálpin - Ólafur Jóhann Ólafsson

Kaupa Í körfu

Bókagjöfin kom í góðar þarfir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur færði Fjölskylduhjálp Íslands á fimmta tug áritaðra eintaka af nýjustu bók sinni, Sakleysingjunum. Bókunum var dreift til þeirra sem leituðu til Fjölskylduhjálparinnar í vikunni. Einnig hefur hann styrkt starfið með veglegri peningagjöf. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, þakkaði Ólafi Jóhanni Ólafssyni fyrir gjöfina. Auk þeirra eru á myndinni Árni Ólafsson sonur Ólafs Jóhanns, hjálparkonurnar Ragna Rósantsdóttir, Ingibjörg Arelíusardóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Guðbjörg Pétursdóttirásamt ungu fólki sem hjálpaði til nú fyrir jólin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar