Hjálpræðisherinn Hjálmar Jónsson og Hjálmar Árnason

Jim Smart

Hjálpræðisherinn Hjálmar Jónsson og Hjálmar Árnason

Kaupa Í körfu

Lánasjóður landbúnaðarins hefur ákveðið að styrkja Hjálpræðisherinn og Mæðrastyrksnefnd með hluta þeirra fjármuna sem ætlaður var til jólaundirbúnings. Fjármununum verður varið til kaupa á matvælum og leitaði sjóðurinn til Sláturfélags Suðurlands um samstarf í þessum efnum. Brást félagið vel við og lagði sitt af mörkum til að gera framlagið myndarlegra en annars hefði orðið. MYNDATEXTI: Nafnarnir Hjálmar Jónsson og Hjálmar Árnason við Hjálpræðisherinn með hluta matargjafanna, en þeir sitja í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar