Tonórar og Sópranar
Kaupa Í körfu
Undanfarin ár hefur skapast hefð fyrir því að á Þorláksmessu heyrist, snemma kvölds, söngur hljóma á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis, er "tenórarnir þrír" hafa hafið upp raust sína á svölum Kaffi Sólon vegfarendum til mikillar ánægju. Er söngur þeirra löngu orðinn hluti af þeirri stemmningu sem skapast í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu. Tenórarnir þrír eru ekki þeir sömu ár frá ári, enda ræður oft hvaða stórsöngvari er heima hverju sinni. Í ár eru það eru þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Þorgeir J. Andrésson og Snorri Wium sem syngja nokkur vel valin jólalög og þekktar aríur af svölunum. Allir eru þeir reyndir og vinsælir söngvarar og hafa komið víða við á sínum ferli. Eins og í fyrra koma fram sópransöngkonur sem gera dagskrána enn skemmtilegri og tilkomumeiri, að sögn Eyþórs Eðvarðssonar, umsjónarmanns tónleikanna. Í ár eru það tvær af fremstu óperusöngkonum landsins; Hulda Björk Garðarsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Hulda Björk Garðarsdóttir hefur sungið fjölda óperuhlutverka bæði hér og erlendis. Einnig hefur hún sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Söngsveitinni Fílharmóníu og öðrum helstu kórum landsins. Hulda Björk var fastráðin að Íslensku óperunni í ársbyrjun 2003. Auður Gunnarsdóttir er nú starfandi í Þýskalandi og hefur sungið fjölda hlutverka við óperuhús þar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir