Óveður

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Óveður

Kaupa Í körfu

Skrifstofa Ferðamálaráðs í New York sendi fyrir jólin rafræna jólakveðju til um 100.000 aðila í ferða- og fjölmiðlaþjónustu í Bandaríkjunum og Kanada. Jafnframt var hún send til 70.000 aðila sem hafa skráð sig á netfangalista á vef skrifstofunnar í þeim tilgangi að fá sendar reglulega upplýsingar um Ísland. Kveðjunni fylgdi þessi skemmtilega mynd Ragnars Axelssonar ljósmyndara af manni sem óð snjóinn til að komast á kaffihús á Eyrarbakka. Myndinni fylgdi fyrirsögnin "May All Your Christmases be White" þar sem vísað er í eitt vinsælasta jólalag Bandaríkjanna fyrr og síðar. Kveðjunni fylgdu einnig tilvitnanir í nýlegar greinar bandarískra fjölmiðla um Ísland en Ísland hefur notið mikillar athygli í fjölmiðlum vestanhafs upp á síðkastið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar