Óliver!
Kaupa Í körfu
Leikfélag Akureyrar frumsýndi í gærkvöldi leikritið Óliver! eftir Lionel Bart, sem byggt er á sögunni um Óliver Twist eftir Charles Dickens. Sunna Björk og fleiri unnu við að sminka leikarana og gera þá klára fyrir sýninguna þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit baksviðs í gærkvöldi. Með hlutverk Ólivers Twist fer Gunnar Örn Stephensen, 10 ára gamall Eyfirðingur, og er hann nánast alla sýninguna á sviðinu. Ólafur Egill Egilsson, sem er aftastur á myndinni, fer með hlutverk skúrksins Fagins. Fremst á myndinni er svo Þorsteinn Bachmann, fyrrverandi leikhússtjóri LA, sem einnig tekur þátt í leiksýningunni. Góður rómur var gerður að sýningunni og leikurum vel fagnað í leikslok.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir