Berglind Kristinsdóttir

©Kristinn Ingvarsson

Berglind Kristinsdóttir

Kaupa Í körfu

Berglind Kristinsdóttir fór í lögguna fyrir rælni en er nú fyrsta íslenska lögreglukonan sem útskrifast frá lögregluháskóla FBI Ímyndin er í þessu tilfelli á skjön. Klisjan, sem við þekkjum svo vel úr krimmunum, hvort heldur er í bíó, sjónvarpi eða bókum, er sú að flestir rannsóknarlögreglumenn og -konur séu fráskilin, daprir einfarar, gjarnan drykkfelldir, og ef svo er ekki eru hjónaböndin eða samböndin í upplausn eða stórlega vanrækt vegna þess hversu gagnteknar löggurnar eru af starfi sínu, sem seint verður talið fjölskylduvænt. Þessi klisja passar, til allrar hamingju, ekki við Berglindi Kristinsdóttur, sem ber hið knappa starfsheiti "lögreglufulltrúi hjá skatta- og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra" og er nýforfrömuð sem fyrsta íslenska konan sem útskrifast úr lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar, FBI

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar