Hveravellir

Brynjar Gauti

Hveravellir

Kaupa Í körfu

Eyvindarhellir á Hveravöllum. FJALLA-EYVINDUR OG HALLA Frægasta útilegufólk sem uppi hefur verið á Íslandi eru Fjalla-Eyvindur og Halla. Munu þau hafa lagst út nokkru eftir 1760 og dvalið um 20 ár í óbyggðum. Þau höfðust við á Hveravöllum í tvígang snemma í útlegð sinni. Þar líkt og víðar um hálendið eru örnefni sem minna á búsetu þeirra. Á hryggnum vestan við hverasvæðið er byrgi Eyvindar sem talið er vera leifar þess hreysis sem þau bjuggu í. Skammt frá er Eyvindarhver, með fornri hleðslu sem talin er gerð til að auðvelda suðu á mat í hvernum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar