Grímsey

Helga Mattína

Grímsey

Kaupa Í körfu

Grímsey | Vetur konungur hefur sannarlega verið í aðalhlutverki við heimskautsbauginn síðustu vikurnar. Snjórinn hefur hrúgast upp í hóla og fjöll vítt og breitt um eyjuna. Vindasamt hefur verið með fannferginu, þannig að lítið hefur verið róið, einhverjir nefndu fjóra róðra fyrstu þrjár vikurnar í janúar sem ekki þykir gott í þessari góðu verstöð. Því hafa hestamenn notið þess að bregða sér á bak fákum sínum, svona rétt á milli bylja. Á myndinni eru þeir Sigurður Henningsson á Væntingu til vinstri og Héðinn Jónsson á Lögg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar