Laufey Aðalsteinsdóttir og Sigurður Kristjánsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Laufey Aðalsteinsdóttir og Sigurður Kristjánsson

Kaupa Í körfu

Laufey Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur sofnar gjarnan út frá persónum Íslendingasagnanna, en í sögunum segist hún hafa fundið sér einkar skemmtilegt áhugamál til að dunda sér við í frítímum. Áratugur er liðinn frá því að Laufey lét til leiðast og fór á sitt fyrsta námskeið í Íslendingasögunum hjá Jóni Böðvarssyni, sem verið hefur hvað ötulastur við að kynna Íslendingum sögurnar og sagnaslóðir. Og hefur hún allar götur síðan verið fastur gestur á námskeiðum þessum sem haldin eru á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Magnús Jónsson sér nú um fyrirlestra í stað Jóns, sem dregið hefur sig í hlé. MYNDATEXTI: Þetta er bara skemmtilegt og enginn þarf að ganga með prófkvíða," segir Laufey Aðalsteinsdóttir, sem hér er ásamt eiginmanninum Sigurði Kristjánssyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar