Skíðadagur í Kringlunni

Skíðadagur í Kringlunni

Kaupa Í körfu

ÓVENJULEG sjón blasti við gestum Kringlunnar um helgina, en þar fór fram skíðamót á göngum hússins. Keppt var í tveimur flokkum, keppnisflokki og flokki þar sem m.a. nokkrir þjóðþekktir einstaklingar tóku þátt. Í síðari flokknum sigraði Andrés Pétur Rúnarsson. Annar varð Helgi Ólafsson skákmeistari og þriðja varð Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Á myndinni er Halldóra að keppa við Helgu Kristínu Gunnarsdóttur rithöfund. Í keppnisflokki sigraði Helgi Heiðar Jóhannesson frá Akureyri, en annar varð Einar Ólafsson Ísafirði. Skíðamótið var hluti af skíðadegi Kringlunnar en þar kynntu skíðafélögin starfsemi sína og ÍTR kynnti nýju stólalyftuna í Bláfjöllum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar