HM 2005 Túnis

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

HM 2005 Túnis

Kaupa Í körfu

EINS og leikurinn þróaðist þá get ég ekki annað sagt en úrslitin séu mikill sigur fyrir íslenska liðið. Strákarnir unnu þetta stig með því að snúa gjörtöpuðum leik upp í jafntefli og þessi frábæri endasprettur á örugglega eftir að gefa liðinu gott sjálfstraust í leikinn gegn Slóvenum," sagði Guðjón Árnason, HM-spekingur Morgunblaðsins, eftir jafntefli Íslendinga gegn Tékkum, 34:34, í fyrsta leik liðsins á HM í Túnis í gær. MYNDATEXTI: Arnór Atlason lék stórt hlutverk þegar hann kom inná sem leikstjórnandi og fiskaði vítakastið, sem Ólafur skoraði jöfnunarmarkið úr. Hér sækir hann að marki Tékka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar