HM 2005 Túnis

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

HM 2005 Túnis

Kaupa Í körfu

Íslenska landsliðið í handknattleik sýndi aðdáunarverða baráttu og vilja þegar það gerði 34:34 jafntefli við Tékka í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í Túnis. Eftir 45 mínútna leik var staðan 30:22 fyrir Tékka en með gríðarlegri baráttu og viljastyrk tókst íslenska liðinu að vinna upp þann mun og var í raun óheppið að sigra ekki, fékk góð færi til þess á lokamínútum leiksins. En eitt stig er betra en ekkert og þriðja jafnteflið við Tékka í röð var staðreynd. MYNDATEXTI: Ólafur Stefánsson sýndi geysilegt öryggi þegar hann stóð á vítalínunni fyrir framan markvörð Tékka og stutt var til leiksloka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar