Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 þotur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 þotur

Kaupa Í körfu

Flugleiðir hafa gert samninga um kaup á sextán flugvélum á átta vikum "Við erum í dag að skrifa undir samning sem við teljum að sé að búa til mikil verðmæti fyrir Flugleiðir, sem við metum að lágmarki á um 6,5 milljarða króna. Það verður væntanlega meira þegar við förum að spila úr þessum samningi til lengri tíma." Þetta sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, á blaðamannafundi á Nordica hóteli í gær en þá var undirritaður samningur milli Flugleiða og Boeing-verksmiðjanna um kaup á tíu nýjum Boeing 737-800 flugvélum sem verða afhentar á næsta ári. Í samningnum felst einnig kaupréttur á 5 flugvélum til viðbótar. Vélarnar eru 162-189 sæta, allt eftir því hvernig farþegarýmið er nýtt. MYNDATEXTI: Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, og Mark Norris, fulltrúi Boeing, bíða eftir því að fá samninginn til undirritunar í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar