Bréfaklemmur í kringum Dómkirkjuna

Þorkell Þorkelsson

Bréfaklemmur í kringum Dómkirkjuna

Kaupa Í körfu

Krakkarnir í krakkaklúbbi Dómkirkjunnar í Reykjavík taka sér ýmislegt óvenjulegt fyrir hendur. Í gær settu þau Íslandsmet þegar þau bjuggu til keðju úr bréfaklemmum sem náði tvo hringi í kringum kirkjuna. Alls þurfti um 6.000 bréfaklemmur í uppátækið en það tók um 45 mínútur. Að sögn Jónasar Margeirs Ingólfssonar, æskulýðsleiðtoga í Dómkirkjunni, er þetta hluti af samkeppni sem stendur milli Dómkirkjunnar og Landakirkju í Vestmannaeyjum, og hófst í gríni fyrir fjórum árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar