Chevrolet Lacetti

Chevrolet Lacetti

Kaupa Í körfu

Reynsluakstur: Chevrolet Lacetti 1.8 Guðjón Guðmundsson Þau tíðindi gerðust á síðasta ári að GM kom með eftirminnilegum hætti inn í eignarhald og rekstur Daewoo í Suður-Kóreu, sem hafði um langt skeið átt í verulegri tilvistarkreppu. Og það var ekki að sökum að spyrja; framleiðslu- og gæðaeftirliti var umbylt sem og sölu- og ímyndarmálum. Um áramótin síðustu urðu menn þess áþreifanlega varir að eignarhaldið var komið í hendur GM þegar inn á evrópskan markað fóru að streyma bílar frá Daewoo með Chevrolet-merkinu, en með þeim hætti verða þessir suður-kóresku bílar markaðssettir í Evrópu framvegis. MYNDATEXTI: Það er sportlegur þokki yfir Lacetti og aksturseiginleikarnir koma á óvart.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar