Börn heimsækja húsdýragarðinn

Jim Smart

Börn heimsækja húsdýragarðinn

Kaupa Í körfu

Þrátt fyrir örar breytingar og nútímavæðingu á öld fjarskipta og tölvutækni skaddast seint sú kærleiksríka taug sem börn og blessuð dýrin mynda kynslóð eftir kynslóð. Dýrin kunna dável að meta heimsóknir barna, hvort heldur er í sveitinni eða í húsdýragarðinum í Laugardal. Börnin eru alltaf jafnspennt að fá að kynnast dýrunum og læra sitthvað um lifnaðarhætti þeirra og þarfir. Fyrir kemur líka að börn hræðast dýr og öfugt en þeir sem fylgst hafa með hvorum tveggja yfirvinna óttann segja fátt jafnast á við það lærdómsríka ferli. Ekki er að efa að húsdýragarðurinn sé miðstöð lærdóms og tilfinninga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar