Þoka og rigning við Álverið á Grundartanga

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þoka og rigning við Álverið á Grundartanga

Kaupa Í körfu

SVARTAÞOKA lá yfir álverinu á Grundartanga þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um í gær. Segja má að nokkuð drungalegt hafi verið um að litast, en að sama skapi nokkuð ævintýralegt því við aðstæður á borð við þessar er auðvelt að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur og telja sér trú um að maður hafi í fjarska séð einhverja sérkennilega furðuveru á borð við álfa eða tröll.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar