Leikskólinn Mánabrekka

Leikskólinn Mánabrekka

Kaupa Í körfu

Börnin á Mánabrekku skemmta sér vel í því vorveðri sem ríkt hefur að undanförnu. Ekki svo að skilja að leikskólabörn fari ekki út fyrir hússins dyr nema jörð sé auð, síður en svo. Hitt er svo annað mál að í hlákutíð geta samgöngur á sérhönnuðum farartækjum fyrir börn verið auðveldari en þegar allt er á kafi í snjó. Það er því um að gera fyrir þau Óttó, Önnu Birtu, Elínu Birnu og Birtu Maríu að aka og burra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar