Fundur verslunarráðsins

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fundur verslunarráðsins

Kaupa Í körfu

Verslunarráð Íslands leggur á það áherslu að Íslendingar skoði alvarlega þau tækifæri sem felast í því að bjóða upp á einfalt og samkeppnishæft skattkerfi fyrir alþjóðlega starfsemi hér á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Verslunarráðs um áhrif og kosti skattalegra aðgerða hér á landi, með það að markmiði m.a. að gera Ísland að álitlegum kosti fyrir höfuðstöðvar bæði íslenskra og erlendra fyrirtækja. MYNDATEXTI: Vaxandi samkeppni Í skýrslu Verslunarráðs segir að samkeppni milli landa um erlendar fjárfestingar fari sívaxandi. Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, og Tanya Zarov, lögfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu á fréttamannafundinum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar