HC Andersen-sendiherrar

Þorkell Þorkelsson

HC Andersen-sendiherrar

Kaupa Í körfu

Tveir íslenskir sendiherrar útnefndir í tilefni þess að 200 ár eru frá fæðingu H.C. Andersens Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Einar Már Guðmundsson rithöfundur voru útnefnd H.C. Andersen-sendiherrar við hátíðlega athöfn í gær. Það var Benedikta Danaprinsessa sem staðfesti útnefndinguna fyrir hönd Dana og H.C. Andersen-stofnunarinnar, sem berst gegn ólæsi í heiminum, en prinsessan hefur starfað mikið í þágu stofnunarinnar. MYNDATEXTI: Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti, sem útnefnd voru H.C.-Andersen-sendiherrar í gær, ásamt Benediktu Danaprinsessu. Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu H.C. Andersen, en af því tilefni verða mikil hátíðahöld víðsvegar um heiminn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar