Ráðstefna

Ráðstefna

Kaupa Í körfu

MIKILVÆGT er fyrir stjórnvöld og þjóðfélagið í heild sinni að setja geðheilbrigðisþjónustu við börn í algjöran forgang. Sé það gert fæst nægt fjármagn til þjónustu færustu sérfræðinga og þannig tekst að koma í veg fyrir að börn með geðraskanir komist til fullorðinsára án nokkurrar meðferðar eða hjálpar. Þetta var sá meginboðskapur sem norskur barna- og unglingageðlæknir, Lars Hammer, hafði fram að færa í erindi sem hann flutti í gær á fjölsóttri ráðstefnu um hegðunarvanda og geðraskanir barna og unglinga. Var ráðstefnan haldin á Grand hóteli í Reykjavík á vegum Barnaverndarstofu, BUGL, Miðstöðvar heilsuverndar barna og Landlæknisembættisins. MYNDATEXTI: Fullt hús var á ráðstefnunni í gær þar sem Lars Hammer ræddi stöðu barna með geðraskanir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar