Magnús Árnason

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Magnús Árnason

Kaupa Í körfu

SÝNINGIN Sjúkleiki Benedikts eftir Magnús Árnason verður opnuð í dag kl. 17 í Kling & Bang galleríi. Magnús Árnason leitar þar lausnar ráðgátunnar um sjúkleika Benedikts, sem felur í sér lykt, hljóð, ævintýri æskunnar og martröð ellinnar eða eins og Benedikt sjálfur sagði; "Hryllingur með nautn". "Hér er kominn upp óhugnanlegur draumaskógur," segir Magnús, sem kveðst vera að reyna að skapa drunga. "Þetta er myrk sýning og óhugnanlegar verur á sveimi. Það er mikil sýki í gangi, hér eru veikir fuglar og smitpest, en þetta er samt fallegt og kannski svolítið rómantískt á sinn hátt."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar