Arnar Helgi Lárusson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Arnar Helgi Lárusson

Kaupa Í körfu

EFTIR að hafa lamast fyrir neðan brjóst eftir vélhjólaslys árið 2002 hefur Arnar Helgi Lárusson, 28 ára Keflvíkingur, náð nokkrum bata eftir að hafa farið í aðgerð þar sem stofnfrumur voru græddar í skaddaða hlutann á mænu hans af portúgölskum taugalækni. Fyrir aðgerðina hafði Arnar enga tilfinningu í líkamanum fyrir neðan brjóst, en í dag hefur hann tilfinningu í bakvöðvum niður að mitti og gengur 4-8 klukkustundir á viku á göngubraut í spelkum. "Ég vonast til þess að geta staulast um, bjargað mér eitthvað á löppunum. Það er engin von til þess að ég verði eins og ég var fyrir slysið, en ég ætla mér ekki að vera í hjólastól það sem eftir er af lífinu, það er alveg klárt mál. Þetta kemur að sjálfsögðu til með að verða mitt hjálpartæki allt mitt líf, en þá bara hjálpartæki, ekki lappirnar mínar eins og stóllinn er í dag," segir Arnar./4

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar