Íbúð Jóns Jónssonar

Íbúð Jóns Jónssonar

Kaupa Í körfu

Í skammdeginu var ég á rölti um eitt af nýju íbúðarhverfunum á Reykjavíkursvæðinu og horfði á menn vinna að frágangi á nýrri blokk í vestan rusta og éljagangi. Ég ákvað að gera smá úttekt og bera saman nýja fjögurra herbergja blokkaríbúð, sem átti að flytja í innan fárra daga, og fyrstu íbúðina mína, fjögurra herbergja íbúð við Kleppsveg; báðar voru liðlega 100 fermetrar. Á þessu ári verða liðin 50 ár frá því ég keypti íbúðina fokhelda, en kaupandi íbúðarinnar, sem hér um ræðir, kaupir þessa nýju íbúð fullgerða, nema hvað gólfefni vantar. MYNDATEXTI: Jón Jónsson og frú geta slegið um sig með aðra eins stofu og talsvert er langt í næstu húsveggi. Gengt er út á rúmgóðar svalir sem snúa mót suðaustri. Myndin er tekin úr eldhúsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar