Hlíðarfjall - Á skíðum

Kristján Kristjánsson

Hlíðarfjall - Á skíðum

Kaupa Í körfu

Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, hefur miklar efasemdir um þær tölur sem nefndar hafa verið varðandi rekstur á snjóframleiðslukerfi í Hlíðarfjalli. Hann telur nauðsynlegt að skoða þann þátt enn frekar. Í umfjöllun í Morgunblaðinu sl. laugardag kom fram hjá Guðmundi Karli Jónssyni, forstöðumanni Skíðastaða, að áætlaður stofnkostnaður við snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli væri 80-100 milljónir og rekstrarkostnaður 2-3 milljónir króna á ári. MYNDATEXTI: Hlíðarfjall Snjóleysi hefur gert skíðafólki lífið leitt að undanförnu, en þar hefur þó verið opið í 24 daga í vetur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar