Kristín Ástgeirsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir (t.h.)

Þorkell Þorkelsson

Kristín Ástgeirsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir (t.h.)

Kaupa Í körfu

Norræn lýðræðisnefnd leggur til að skapaðar verði forsendur til þess að auka pólitíska virkni almennings á Norðurlöndum, ekki aðeins á kosningadaginn heldur allt kjörtímabilið, til dæmis með svokölluðum borgaralegum tillögum, þjóðaratkvæðagreiðslum og aukinni nýtingu upplýsingatækni til að efla þátttökulýðræðið, s.s. í formi umræðutorga á Netinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem efnt var til í gær í tilefni af útgáfu skýrslu nefndarinnar sem nefnist Demokrati i Norden eða Lýðræði á Norðurlöndum. MYNDATEXTI: Megintillaga norrænnar lýðræðisnefndar snýr að því að norrænu ríkin móti hvert um sig eigin stefnu til að treysta lýðræðið. Á myndinni eru Kristín Ástgeirsdóttir, formaður nefndarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar