KA - ÍR 31:27

Kristján Kristjánsson

KA - ÍR 31:27

Kaupa Í körfu

KA og ÍR mættust í úrvalsdeildinni í handknattleik, DHL-deildinni, á Akureyri í gærkvöldi. Var leikurinn sá fyrsti hjá báðum liðum eftir langt hlé og greinilegt var að leikmenn mættu hungraðir og vel undirbúnir til leiks. Leikurinn var frábær skemmtun og bauð upp á mikið fjör og ætluðu áhorfendur að tapa sér í síðari hálfleik þegar allt gekk heimamönnum í mót. Þrátt fyrir mikla ágjöf á lokasprettinum þá sigldi KA-skútan í gegnum brimgarðinn og landaði sigri, 31:27. MYNDATEXTI: Andri Snær Stefánsson svífur inn af línunni og skorar eitt marka KA gegn ÍR.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar