Loðnufrysting

Jón Sigurðarson

Loðnufrysting

Kaupa Í körfu

FRYSTING á loðnu fyrir markaðinn í Japan er hafin mjög víða, svo sem í Neskaupstað, á Vopnafirði og Fáskrúðsfirði. Hrognafylling er næg í loðnunni og fulltrúar japönsku kaupendanna fylgjast með gangi mál. Góður markaður er fyrir frysta loðnu í Japan núna. Fulltrúar japanskra loðnukaupenda eru á Vopnafirði og er frysting hafin á Japansmarkað en hrognafyllingin í loðnunni er komin í 12%. Kaupendurnir eru nokkuð ánægðir með loðnuna en hún er bæði stór og góð. MYNDATEXTI:Fyrsta loðnan til frystingar fyrir Japansmarkað kom til Fáskrúðsfjarðar í vikunni er Hoffell SU 80 kom með um 400 tonn. Hafin er frysting hjá Loðnuvinnslunni. Loðnan er frekar smá en talin hæf til frystingar af eftirlitsmönnum á vegum kaupanda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar