Blaðaljósmyndir í Gerðarsafni

Brynjar Gauti

Blaðaljósmyndir í Gerðarsafni

Kaupa Í körfu

Orðið er einstakt. En hvað væri dagblað án ljósmynda? Hlutirnir gerast hratt á 21. öldinni, fólk er upp til hópa að flýta sér og gefur sér ekki alltaf tíma til að staldra við hið ritaða orð. Öðru máli gegnir um ljósmyndina. Henni er lagið að fanga athyglina. Kalla á fólk. Og þegar fólk hefur numið staðar við myndina, vill það vonandi vita meira. Þannig vinna þau saman, orðið og myndin, að skrásetningu samtímans. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar í dag kl. 15 sýninguna Mynd ársins, árlega verðlaunasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni. Getur þar að líta 200 myndir frá árinu 2004. Sýningin er nú haldin í Gerðarsafni í tíunda sinn og hefur á næstliðnum árum verið í hópi fjölsóttustu sýninga í söfnum landsins. MYNDATEXTI: Þorvaldur Örn Kristmundsson, formaður BLÍ, og Árni Torfason sýningarstjóri leggja drög.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar