Varamannabekkurinn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Varamannabekkurinn

Kaupa Í körfu

KRAFTMIKLUM strákum finnst fátt skemmtilegra en að leika sér að bolta þar sem plássið er mikið og engin hætta á að styttur fjúki úr hillum. Nota þeir öll tækifæri til að hlaupa eins og þeir geta - oft í kappi við félaga sína. Hins vegar er nauðsynlegt að setjast stundum niður, hvíla sig og virða nágrennið fyrir sér. Er varamannabekkurinn í íþróttahúsinu ekkert verri staður en hver annar til þess. Drengurinn á myndinni hélt bekknum samt ekki heitum lengi eins og margir af eldri kynslóðinni þurfa að gera í sínum keppnisíþróttum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar