Zöe

Zöe

Kaupa Í körfu

HÓPUR frá barnastöð breska ríkissjónvarpsins, CBBC, er staddur hér á landi við tökur á barnaþættinum Blue Peter, sem er einn vinsælasti og rótgrónasti barnaþáttur Bretlands. Einn stjórnandi þáttarins, Zöe Salmon, kom hingað í gær og hóf þegar skautaæfingar, en þátturinn fjallar um ferð hennar hingað í þeim tilgangi að læra íshokkí. Annar stjórnandi, Matt Baker, er væntanlegur til landsins á mánudaginn og munu tökur standa yfir til föstudags. MYNDATEXTI: Breska sjónvarpskonan Zöe mátti engan tíma missa og skellti sér í Skautahöllina til að skoða aðstæður um leið og hún kom til landsins í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar