Ragnhildur Steinunn og Jón Þór

Ragnhildur Steinunn og Jón Þór

Kaupa Í körfu

Jón Þór Harðarson véltæknifræðingur fæddist í Keflavík 2. maí árið 1959. Hann kvæntist Ragnhildi Steinunni Maríusdóttur 30. desember árið 1984 og höfðu þau þá verið saman frá unglingsaldri. Ragnhildur Steinunn fæddist í Keflavík 27. nóvember árið 1960 og lést úr krabbameini 2. nóvember árið 1988. Jón Þór hóf störf hjá ÍSAL haustið 1987 í verkáætlanadeild. Hann varð síðar verkstjóri á farartækjaverkstæði og var þá með 40 manns undir sinni stjórn. Hann hætti störfum í árslok 1998. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fæddist í Keflavík 29. apríl árið 1981. Hún lauk stúdentsprófi árið 2001 og er nú á þriðja ári í sjúkraþjálfun við HÍ. Hún er í sambúð með Hauki Inga Guðnasyni og stjórnar m.a. unglingaþættinum Ópi hjá RÚV. Hún varð ungfrú Ísland árið 2003. Sl. sumar lék Steinunn í söngleiknum Fame og í apríl tekur hún þátt í uppfærslu barnaleikritsins Kalli á þakinu í Borgarleikhúsinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar